Fjör á nýnemadegi Menntaskólans á Tröllaskaga

Hinn árlegi nýnemadagur Menntaskólans á Tröllaskaga var haldinn um miðja vikuna. Sérstakir gestir voru unglingar frá Dalvíkurskóla og Grunnskóla Fjallabyggðar. Meðal annars var keppt í sápubolta sem er vinsælt sport í Ólafsfirði. Inni í menntaskólanum var hægt að prófa sýndarveruleika og skoða ýmis tæki í eigu skólans.  Gísli Kristinsson starfsmaður skólans tók myndir af þessum degi, og er hægt að skoða fjölmargar myndir á vef mtr.is.

Í vikunni hófst einnig nemendaráðskosning, en 11 nemendur bjóða sig fram og hafa verið í vikunni að kynna sig og áhersluatriði sín í félagslífi skólans.