Fjölskylduskemmtun í Höfða í Svarfaðardal

Laugardaginn 24. ágúst  kl. 20 verður haldin fjölskylduskemmtun í samkomuhúsinu Höfða í Svarfaðardal þar sem ýmsir úr byggðarlaginu munu stíga á svið, syngja og skemmta. Einnig verður haldið uppboð á handverki og ýmsum heimatilbúnum varningi.

Meðal þeirra sem fram koma eru: bræðurnir Matti og Arnór ásamt Svavari, Kristjana og Kristján, Teigarbandið og fleiri.

Miðaverð er 500 kr. fyrir 16 ára og yngri og 1.000 kr. fyrir 17 ára og eldri. Athugið að enginn posi er á staðnum. Allur ágóði verður nýttur í viðhald á Höfðanum.