Fjölskylduhátíðin Eldur í Húnaþingi

Fjölskylduhátíðin Eldur í Húnaþingi verður haldin á Hvammstanga dagana 25.-29. júlí 2018.

Opnunarhátíð Elds í Húnaþingi sem nú er haldinn í 16. sinn verður haldin við Félagsheimilið á Hvammstanga og á Bangsatúni. Boðið verður upp á súpu til að næra líkamann og eitthvað verður við að vera fyrir alla fjölskylduna; tónlistarfólk kemur fram, kjötkveðjuhátíðarbrúður og sýnisgripir verða á staðnum til að næra hjarta og sál. Eftir opnunarhátíðina verður boðið upp á sérstaka sýningu hins margverðlaunaða tónlistar- og sýningarhóps – Body Rhythm Factory.

Hljómsveitin heitir Sérfræðingar að sunnan og spilar hún mestmegnis geðgóða hippatónlist frá gullaldarárunum í kringum 1970,má þar nefna Beatles, Hollies, America, Doobie Brothers, Beach boys og marga fleiri.

Alla dagskrá má sjá á vef hátíðarinnar.