Fjórir viðburðir verða eru á næstu dögum á vegum TBS á Siglufirði. Von er á 100 keppendum laugardaginn 30. september frá öllu landinu.
Opinn Fjölskyldudagur er sunnudaginn 24. september kl. 11:00-13:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði.
Opin æfing fullorðinna er þriðjudaginn 26. september kl. 17:30-19:00 í íþróttahúsinu á Siglufirði. Æfingin er fyrir alla fædda 2007 og eldri.
TBS er að skoða að hafa æfingar fyrir fullorðna í vetur og er þetta frábær vettvangur fyrir alla til að koma og prófa þessa frábæru íþrótt.
Innanfélagsmót hjá yngstu iðkendum TBS fer fram föstudaginn 29. september í íþróttahúsinu á Siglufirði. Mótið er fyrir yngstu iðkendur félagsins sem eru að stíga sín fyrstu skref eða eru ekki alveg orðnir keppnisfærir á stærri mótum.
Unglingamót TBS fer svo fram í íþróttahúsinu á Siglufirði laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október. Búast má við um 100 keppendum á mótinu þar sem efnilegustu badmintonspilarar landsins koma saman.