Fjölnota hjólabraut tekin í notkun á Dalvík

Fjölnota hjólabraut hefur verið opnuð fyrir neðan sparkvöllinn við Dalvíkurskóla. Brautin er opin öllum en lögð er áhersla á það að þeir sem nýta brautina taki tillit til annarra, ekki séu of margir í einu og hraði sé miðaður við aðra þátttakendur. Þá er skylda að hafa hjálm þegar brautin er notuð. Ungt fólk í Dalvíkurbyggð hefur lengi kallað eftir aðstöðu fyrir bretta- og hjólaáhugafólk, en Ungmennráð Dalvíkurbyggð kom málinu áfram til sveitastjórnar sem samþykkti kostnað við þessa framkvæmd.

 

Mynd: Dalvík.is