Fjölmennur nýnemadagur í MTR
Nýnemadagur Menntaskólans á Tröllaskaga var haldinn í vikunni í samstarfi við Grunnskóla Fjallabyggðar. Fjöldi nemenda keppti í sápubolta en skólinn hefur fjárfest í slíkum búnaði. Tíu lið kepptu, fimm frá hvorum skóla og spilaði hvert lið þrjá leiki. Hart var barist á vellinum og skein gleðin af andlitum nemenda. Í vallarhúsi Knattspyrnufélags Fjallabyggðar hittust félgar í Tölvuleikjaklúbbi MTR og spiluðu tölvuleiki. Fleiri myndir má sjá á vef mtr.is.
