Fjölmenni við móttökuathöfn Sólbergs

Það var fjölmenni sem beið eftir að komast upp í nýja frystitogarann Sólberg í Fjallabyggð. Nokkur ávörp voru áður en gestir fengu að stíga um borð.  Ólafur Marteinsson framkvæmdastjóri Ramma bauð gesti velkomna og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fluttu ávarp. Að lokum var það sóknarpresturinn í Ólafsfirði, Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir sem blessaði skipið.