Akureyrarvöku lauk í gærkvöldi í mildu veðri á stórtónleikum í Listagilinu þar sem komu fram Salka Sól, Svala, Jónas Sig, Birkir Blær, Magni og hljómsveitin Vaðlaheiðin. Margmenni var í Gilinu þar sem einnig var fagnað opnun endurbætts og stækkaðs Listasafns en þangað komu nokkur þúsund gestir frá opnun kl. 15:00 og þar til lokað var kl. 23:00 um kvöldið. Undir miðnætti hafði verið kveikt á þúsundum kerta í kirkjutröppunum á hinni svokölluðu Friðarvöku og var það fögur sjón að sjá. Fyrr um daginn var haldið Vísindasetur í Menningarhúsinu Hofi þar sem hulunni var svift af ýmsum göldrum vísindanna. Lögreglan á Akureyri er afar ánægð með framkomu gesta Akureyrarvöku og komu engin alvarleg mál til kasta hennar.

Texti: Aðsend fréttatilkynning. Myndir með frétt: Lilja Guðmundsdóttir.