Töluvert af snjó er nú í Fjallabyggð og Skíðafélag Ólafsfjarðar stóð fyrir æfingu í dag. Í boði var að fara hring á göngubraut eða nota brekkuna í miðbænum. Fjöldi barna og unglinga ásamt foreldrum mættu á svæðið í ágætis veðri. Má segja að skíðavertíðin sé hafin í Ólafsfirði.