Kveikt var á fallega jólatrénu í Siglufjarðarkirkju í dag, sunnudaginn 3. desember og fyrsta í aðventu.  Það var Viðar Aðalsteinsson sem kveikti á trénu í ár. Á trénu eru jólakúlur sem börnin hafa merkt sér í gegn um árin eru þær að nálgast 250 talsins. Talið er að rúmlega 100 manns hafi verið í athöfninni í dag.

Rut og Viðar voru á sínum stað, en þau hafa starfað í 19 ár í sjálfboðavinnu hjá kirkjunni.

Þökkum fyrir aðsendar myndir.