Fjölmenni í Siglfirðingamessunni

Árlega Siglfirðingamessan og kaffihlaðborð Siglfirðingafélagsins var haldin í dag í Grafarvogskirkju. Mikið fjölmenni Siglfirðinga voru samankomnir eins og oftast er á þessum vinsæla viðburði Siglfirðingafélagsins. Alma Möller landlæknir flutti hugleiðingu og Hlöðver Sigurðsson söng einsöng ásamt kór.

Næsti viðburður félagsins verður aðalfundur þann 28. október næstkomandi.

Kristján Möller tók allar myndir með fréttinni, og eru þær birtar hér með góðfúsu leyfi hans.