Fjölmenni á útgáfuhófi Síldarminjasafnsins

Fyrr í vikunni kom fyrsta sending af nýrri bók Síldarminjasafnsins til Siglufjarðar.  Var talsvert verk að koma bókunum inn á safnið, enda vógu þær 3.5 tonn á vörubrettinu. Forpantanir voru einnig sendar með pósti og ættu að berast næstu daga. Í kvöld var svo samkoma í Gránu þar sem útgáfuhóf var haldið. Lesnir voru valdir kaflar úr bókinni og einnig var hún seld á staðnum. Bókin verður einnig til sölu í Eymundsson bókabúðunum.

.