Fjölmenni á Skíðasvæðinu í Skarðsdal síðustu daga

Síðustu tvo daga hafa verið alls 1150 manns á Skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði samkvæmt upplýsingum frá umsjónarmönnum svæðisins. Í dag er opið frá kl. 10-16 og er færið troðinn og þurr snjór. Fjórar skíðalyftur opnar og tíu skíðaleiðir í boði. Lifandi tónlist við skíðaskálann kl. 13:00 í dag.