Fjölmenni á Sjómannadagsdagskrá í Ólafsfirði

Það hefur verið frábær dagskrá alla helgina í Ólafsfirði þar sem fjölmenni hefur mætt á opna viðburði í miðbænum. Dagskráin heldur áfram í dag en veður hefur verið einstaklega gott og var 15,5 stiga hiti kl. 20:00 í gærkvöld. Fjölmenni var við útiskemmtun við Tjarnarborg í gærkvöldi þar sem Auddi og Steindi, Aron Hannes og Ingó veðurguð skemmtu.

Í dag verður skrúðganga og hátíðarmessa fyrir hádegið. Fjölskylduskemmtun verður áfram við Tjarnarborg og kaffisala. Árshátíð Sjómanna fer fram í kvöld þar sem Sólmundur Hólm verður veislustjóri. Skemmtiatriði verða frá Steinda og Audda og hljómsveitin Í svörtum fötum ásamt Stefníu Svavars spila um kvöldið. Alla dagskránna má lesa hér á síðunni.

Myndir: Guðný Ágústsdóttir og Sjómannafélag Ólafsfjarðar