Á Síldarminjasafninu á Sigliufirði var mikið fjölmenni á Eyfirska safnadaginn þann 4. maí s.l. Gestir voru 185  og var stór hluti gestanna viðstaddur kynningu á lífi og störfum Óskars Halldórssonar og upplestur úr bókum Halldórs Laxness og Ásgeirs Jakobssonar í Róaldsbrakka.
Meðal gesta voru meðlimir úr Karlakórnum Erni, sem gerðu sér lítið fyrir og sungu nokkur lög um borð í Tý. Einnig hélt Kiwanisklúbburinn Skjöldur árlegt síldarkvöld í Bátahúsinu.  Þar komu saman um 120 manns til þess að gæða sér á síld, hlýða á erindi og skemmta sér saman. Gestir safnsins sl. laugardag töldu því rúmlega 300 manns!
Heimild: www.sild.is