Fjölmenni á Siglufirði

Það er þétt tjaldað á Siglufirði um helgina, en talið er að þrjú ættarmót hafi verið haldin á Siglufirði, þar af eitt með um 100 manns. Tjaldsvæðið á Siglufirði var því vel nýtt og mikið líf í miðbænum. Fjölmenni var einnig í Skógræktinni í Skarðsdal en þar voru gestir ættarmóts í ratleik. Á Rauðkutorgi var einnig mikið líf, en Rauðka bauð upp á nýjan leikjakastala á grasblettinum við minigolfið. Stóra taflið er farið í bili, en samkvæmt upplýsingum frá Rauðku stendur til að finna nýtt tafl fyrir svæðið sem var vinsælt og mikið notað.

Einnig heyrðist af ættarmóti í Ólafsfirði, og þar er einnig nokkur fjöldi á tjaldsvæðinu.