Fjölmenni á Fiskideginum mikla á Dalvík
Fiskidagurinn mikli stendur nú yfir á Dalvík. Mikill mannfjöldi er á staðnum og allt gengið vel og hafa gestir verið til fyrirmyndar samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Hápunktur hátíðarinnar verður í kvöld með tónleikum og flugeldasýningu. Gert er ráð fyrir mikilli umferð og því nauðsynlegt að sýna þolinmæði og umburðarlyndi. Tæplega 5000 bílar hafa farið um Hámundarstaðaháls frá miðnætti samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni núna kl. tæplega 19:00.