Fjölgun umsókna í Menntaskólann á Akureyri

Umsóknir um skólavist í Menntaskólann á Akureyri voru margar í ár. Alls sóttu 234 um MA sem fyrsta val, en það eru 40 umsóknum fleira en í fyrra. Auk þess settu 128 nemendur MA í annað sæti í valinu.  Skólinn hefur farið yfir umsóknir og alls verða 211 nemendur teknir í skólann upp úr 10. bekk. Umsóknir um hraðlínu, upp úr 9. bekk grunnskóla, voru 29, en af þeim verða 19 teknir í skólann. Alls verða nemendur í 1. bekk því 230 á komandi hausti.

Mynd: www.ma.is

Heimild og mynd: ma.is