Fjölgun í Leikskólum Fjallabyggðar og ný kennslustofa

Fjöldi nemenda í Leikskólum Fjallabyggðar er orðinn 116, sem er fjölgun um 15 börn frá síðasta ári. Skólinn skiptist Leikhóla í Ólafsfirði en þar eru 45 börn og Leikskála á Siglufirði en þar eru 71 barn. Búið er að ákveða sumarlokun árið 2015, en það er frá 13. júlí-12. ágúst. Vegna þessarar fjölgunar var ákveðið að taka í notkun tímabundna kennslustofu við Leikskála á Siglufirði sem verður vígð 2. september.