Fjölga þarf í starfsliði RARIK á Sauðárkróki

Byggðarráð Skagafjarðar vill koma á framfæri þökkum til starfsmanna RARIK í Skagafirði fyrir ósérhlífni í þeirra störfum undanfarna daga þar sem þeir unnu fáliðaðir í mjög erfiðum aðstæðum. Það er ljóst að fjölga þarf í starfsliði RARIK á Sauðárkróki, en Skagafjörður er stærsta viðskiptasvæði fyrirtækisins á landinu.

Í samningi um sölu Rafveitu Sauðárkróks til RARIK voru gefin fyrirheit um fjölgun starfa og frekari innviðabyggingu sem ekki hefur gengið eftir hingað til. Þvert á móti hefur starfsfólki fækkað.
Byggðarráð Skagafjarðar hefur samþykkt að óska eftir fundi með stjórn RARIK sem allra fyrst.

Mynd frá Landsnet.
Mynd: Landsnet.