Menningarhátíðir í Fjallabyggð sumarið 2013 eru fjölbreyttar að vanda, allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þær eru eftirfarandi:

 • Sjómannadagshátíð í Ólafsfirði 31. maí – 2. júní sem sjómannadagsráð heldur árlega. Nefndin leggur til að fáninn verði dreginn að húni við stofnanir sveitarfélagsins. Slysavarnardeildin Vörn á Siglufirði og Slysavarnardeildin í Ólafsfirði verða með kaffisölu á sjómannadaginn.
 • 17. júní verður haldinn hátíðlegur í Fjallabyggð með hátíðardagskrá í Ólafsfirði, ásamt hefðbundinni dagskrá á Siglufirði.
 • Jónsmessuhátíð Síldarminjasafnsins er 22. júní.
 • Blue North Music Festival 27.-29. júní, sem Jassklúbbur Ólafsfjarðar heldur ár hvert.
 • Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 3.-8. júlí, er undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar.
  Reitir – alþjóðlegt samstarfsverkefni skapandi greina á Siglufirði verður 5.-14. júlí, sem Arnar Ómarsson og Ari Marteinsson standa fyrir.
 • Ólæti – tónlistar og menningarhátíð verður í Ólafsfirði 4.- 7. júlí. Sunna Valsdóttir og Lilja Björk Jónsdóttir sjá um hátíðina.  Hátíðin er fyrst og fremst hugsuð fyrir ungt fólk. Hátíðarhöldin fara að mestu fram í húsnæði gamla frystihússins.
 • Síldarævintýrið á Siglufirði verður dagana 1.-5. ágúst í umsjón Félags um Síldarævintýri. Framkvæmdarstjóri er Guðmundur Skarphéðinsson.
 • Berjadagar 16.-18. ágúst eru klassísk tónlistarhátíð, haldin í Ólafsfirði undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur.
 • Loks er Ljóðahátíð á Siglufirði um miðjan september, sem haldin er af forstöðumanni Ljóðaseturs Íslands, Þórarni Hannessyni.Það er því ljóst að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi í Fjallabyggð í sumar.