Fjöldi listamanna sýnir í Síldarminjasafninu

Í dag, laugardaginn 1. júlí kl. 17.00 – 18.30 mun fjöldi listafólks úr Fjallabyggð leggja undir sig tvö af húsum Síldarminjasafns Íslands, Bátahúsið og Gránu, og vinna þar að list sinni, sýna hana eða flytja. Hver vinnur að sínu og enginn fæst við það sama svo úr verður ein allsherjar listasinfónía.

Vel á annan tug listafólks mun taka þátt má þar t.d. nefna leikara, ljóðskáld, kvæðakonu, rithöfund, söngvaskáld, harmonikkuleikara og píanóleikara auk myndlistarfólks sem vinnur fjölbreytt verk með ýmsum aðferðum.

Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir að njóta og kynna sér hið fjölbreytta listalíf í Fjallabyggð.

Uppbyggingarsjóður Norðurlands eystra styrkir verkefnið.