Fjöldi ferðamanna á tjaldsvæði Grenivíkur og nýr sveitarstjóri
Fjöldi ferðamanna hefur verið á tjaldsvæðinu á Grenivík undanfarna daga vegna veðurblíðu sem hefur sett skemmtilegan svip á staðinn.
Nýverið var Þröstur Friðfinnsson ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps frá 1. ágúst nk. Þröstur er Þingeyingur uppalinn á Húsavík. Hann hefur nýverið látið af störfum sem framkvæmdastjóri hjá Dögun ehf., rækjuvinnslu og útgerð á Sauðárkróki eftir 10 ára starf, þar áður var hann útibússtjóri Landsbanka Íslands í 15 ár, fyrst á Kópaskeri og síðan á Sauðárkróki.
Mynd frá www.grenivik.is