Fjöldi báta fylgdi Freyju síðasta spölin

Varðskipið Freyja er komið til hafnar á Siglufirði eftir nokkra daga siglingu frá Hollandi. Ferðin gekk vel og fór varðskipið Týr til móts við skipið og mættust þau í Eyjafirði í dag og sigldu þaðan saman til Siglufjarðar. Fjöldi báta tók þar á móti Freyju, meðal annars björgunarbáturinn Sigurvin, Vörður, Örkin og Gústi.

Áætla má að tæplega 100 manns hafi verið á bryggjunni þegar hátíðarhöldin fóru af stað í slyddu og strekkingi. Gestum og gangandi bauðst svo að fara um borð í skipið eftir stutt ræðuhöld.

May be an image of 12 manns, people standing og innanhúss
Mynd: Landhelgisgæslan.
May be an image of einn eða fleiri, people standing og útivist
Mynd: Landhelgisgæslan.
May be an image of 4 manns, people standing og útivist
Mynd: Landhelgisgæslan.