Hólmfríður Vídalín Arngrímsdóttir listakona var í gær formlega útnefnd Bæjarlistamaður Fjallabyggðar árið 2019 og hlaut hún 300.000 kr. styrk fyrir störf sín sem bæjarlistamaður Fjallabyggðar. Er það í tíunda sinn sem bæjarlistamaður er útnefndur af Fjallabyggð. Athöfnin fór fram í Menningarhúsinu Tjarnarborg í Ólafsfirði og sá barnakórinn Gling Glo sá um tónlistarflutning. Við sama tilefni voru afhentir menningar- og rekstrarstyrkir fyrir árið 2019.

Ár hvert veitir Fjallabyggð menningarstyrki til einstaklinga og félagasamtaka og bárust 25 umsóknir í ár. Sextán umsóknir voru samþykktar af markaðs- og menninganefnd.  Úthlutað var styrkjum að upphæð kr. 8.150.000. Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar flutti menningarannál ársins 2018 og Ólafur Stefánsson formaður markaðs- og menningarnefndar afhenti styrkina með formlegum hætti. Um 50 manns mætti til hátíðarinnar og bauð Fjallabyggð gestum upp á léttar veitingar að athöfn lokinni.

Eftirtaldir einstaklingar og félagasamtök fengu menningar- og rekstarstyrki að þessu sinni.

Menningarstyrki hljóta:

Alþýðuhúsið á Siglufirði
Hlaut 250.000 kr. styrk vegna menningarstarfs í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.
Vinnustofa Abbýjar
Hlaut 50.000.- styrk vegna sýningar.
Berjadagar Tónlistarhátíð
Hlaut 825.000 kr. styrk vegna árlegrar tónlistarhátíðar í Ólafsfirði.
Listhúsið Ólafsfirði
Hlaut 400.000 kr. styrk vegna Skammdegishátíðar 2019.
Ljósmyndaklúbbur Fjallabyggðar
Hlaut 50.000 kr. styrk vegna sýninga og námskeiða.
Sjómannafélag Ólafsfjarðar
Hlaut 1.000.000 kr. styrk vegna Sjómannadagshátíðar í Fjallabyggð.
Ungmennafélagið Glói
Hlaut 200.000 kr. styrk vegna ljóðahátíðarinnar Haustglæður.
Þjóðlagahátíðin Siglufirði
Hlaut 825.000 kr. styrk vegna Þjóðlagahátíðar 2019.

Rekstrarstyrki hljóta:

Kór eldri borgara
Hlaut 100.000 kr. styrk vegna reksturs kórsins.
Félag eldri borgara á Siglufirði
Hlaut 150.000 kr. styrk til menningarmála og vegna 35 ára afmælishátíðar félagsins.
Félag eldri borgara í Ólafsfirði
Hlaut 150.000 kr. styrk vegna verkefna félagsins.
Félag um Ljóðasetur Íslands
Hlaut 150.000 kr. styrk vegna starfsemi Ljóðaseturs.
Sigurhæðir ses
Hlaut 1.500.000 styrk vegna uppbyggingar á safni á efrihæð Strandgötu 4 Ólafsfirði
Sigurhæðir ses
Hlaut  1.600.000 kr. rekstrarstyrk v/ reksturs Pálshúss
Steingrímur Kristinsson
Hlaut 100.000 kr. rekstarstyrk til söfnunar gagna og ljósmynda.
Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar 

Hlaut 800.000 kr rekstarstyrk vegna starfsemi safnsins.

 

Heimild og mynd: Fjallabyggð.is