Þessa dagana eru fjölbreyttir ferðamenn í Fjallabyggð. Í gær stoppaði skemmtiferðaskipið Ocean Diamond með 190 farþega á Siglufirði í hálfan dag, en skipið var í sinni þriðju ferð í sumar og kemur alls í átta skipti til Siglufjarðarhafnar þetta sumarið. Einnig hafa ferðamenn verið á mótorhjólum, húsbílum og í tjöldum. Fínasti hiti var á Siglufirði í dag, 18.2 stig kl. 16. Einnig var gott veður í Ólafsfirði, hitinn þar fór í 17,5 stig kl. 16.