Fjölbreyttara mannlíf í Fjallabyggð og betri tenging við Eyjafjarðarsvæðið

Samgöngubætur hafa skapað tækifæri fyrir íbúa Siglufjarðar og Ólafsfjarðar til að snúa vörn í sókn. Tekið er myndarlega á móti þeim mörgu ferðamönnum sem þangað leggja leið sína. Þá er mannlífið orðið fjölbreyttara og áhugaverðara þegar íbúar þessara tveggja staða auka samskipti sín og tengsl við Eyjafjarðarsvæðið.

Siglufjörður og Ólafsfjörður hafa verið í mikilli varnarbaráttu á undanförnum árum og áratugum. Samdráttur í sjávarútvegi hefur haft sín áhrif. Íbúunum hefur fækkað um fjórðung á þrettán árum. Þannig voru íbúar Siglufjarðar og Ólafsfjarðar liðlega 2.700 á árinu 1998 en nú eru íbúar Fjallabyggðar 700 færri, eða liðlega 2.000. Siglufjörður er stærri staðurinn með um 1.200 íbúa en 820 búa á Ólafsfirði.

Báðir staðirnir voru á endastöð samgangna. Því má líkja Héðinsfjarðargöngum, því mikla mannvirki sem tengdi firðina saman síðastliðið haust, við byltingu í samgöngum.

Mbl.is greinir frá í gær, lesið alla greinina hér með þessum tengli.

http://mbl.is/frettir/innlent/2011/07/14/fjolbreyttara_mannlif/