Fjölbreytt sumarstörf í Fjallabyggð

Fjölbreytt og áhugaverð sumarstörf eru í  boði í Fjallabyggð sem nú auglýsir til umsóknar á vegum sveitarfélagsins.  Um er að ræða störf í Ólafsfirði og á Siglufirði. Störfin eru:

– Starfsmaður í Náttúrugripasafni Ólafsfjarðar. (45% starf)
– Flokksstjórar við Vinnuskóla Fjallabyggðar. (8 störf)
– Starfsmenn sem sinna slætti og umhirðu á opnum svæðum. (Sláttugengi)
– Starfsmaður í Skógrækt Siglufjarðar.
– Starfsmenn í almenna verkamannavinnu við Þjónustumiðstöð Fjallabyggðar.
– Vélamaður sem vinnur við garðslátt á opnum svæðum. Verður að hafa dráttarvélaréttindi.
– Yfirmaður umhverfisverkefna.
– Íþróttamiðstöð Fjallabyggðar. Þrjú störf í boði á Siglufirði og tvö störf í Ólafsfirði.
– Bókasafn og upplýsingamiðstöð á Siglufirði (50% starf).
– Ræstingar í Tjarnaborg (50% starf).
Allar nánari upplýsingar um störfin má nálgast hér.
Umsóknareyðublað má nálgast hér.