Fjölbreytt skip á Norrænu strandmenningarhátíðinni á Siglufirði

Það má sjá fjölbreytt skip á Siglufirði á Norrænni strandmenningarhátíð sem stendur nú yfir næstu daga. Húni II kom frá Akureyri og Gamle Oksöy frá Noregi, þá hafa verið skútur og skemmtiferðaskip síðustu daga í höfninni. Í dag hefur því miður verið kalt í veðri og skúrir í Fjallabyggð, hitinn hefur ekki farið yfir 7 gráður og hefur verið nokkur rigning í dag.  Mikil og fjölbreytt dagskrá er næstu daga og má finna frekari upplýsingar hér á vefnum.