Fjögurra Skógahlaupið í Fnjóskárdal

Fjögurra Skógahlaupið fór fram í Fnjóskárdal 26. júlí síðastliðinn.  Hlaupið er haldið til styrktar Björgunarsveitarinnar Þingey í Þingeyjarsveit. Fyrsta hlaupið var haldið sumarið 2011 og árlega síðan.

Hægt var að velja um fjórar vegalengdir 4.3 km. 10.3 km. 17.7 km. og 30.6 km. Öll hlaupin enda á sama stað, á íþróttavelli Umf. Bjarma sem staðsettur er við þjóðveg 1. austan brúarinnar yfir Fnjóská.  Allar vegalengdirnar sameinast við gróðrarstöðina í Vaglaskógi síðustu 4.3 km. Öll úrslitin má sækja hér.

Skógarnir sem hlaupið er eftir eru: Vaglaskógur, Lundsskógur, Þórðarstaðaskógur og Reykjaskógur.

12074_174009509447886_1235066347_n  10577151_306693662846136_6056133599104646284_n10488242_302316703283832_2814640430948160809_n 10325388_306694722846030_5473957933201721123_n

 

 

 

 

 

 

 

Myndir frá facebooksíðu hlaupsins.