Fjögurra gangamótið í gegnum Fjallabyggð

Hjólreiðahelgi Greifans fer fram um helgina og verða nokkur hjólreiðamót í gangi. Á föstudag verður keppt í Fjögurra gangamótinu sem hefst norðan við Strákagöng á Siglufirði. Fyrsta ræsing verður kl. 17:00 og verður ræst út í nokkrum flokkum eftir það. Vegalengdin er um 85 km, en hjólað er frá Siglufirði til Akureyrar, í gegnum Strákagöng, Héðinsfjarðargöng sem eru tvö og Múlagöng. Umferðarstýring verður í Ólafsfjarðargöngunum fyrir fyrstu hópa allra flokka í bikarmóti til að auka öryggi keppenda.
Ekki er hægt að loka göngunum fyrir alla keppendur fjögurra ganga mótsins en umferð verður stýrt til að hafa sem minnst áhrif á framvindu keppni. Upplýsingar keppenda má finna á vef Hjólreiðafélags Akureyrar.

Helstu staðreyndir:
• Vegalengd 85km.
• Hækkun um 780m.
• 4 göng með misgóðri lýsingu.
• Bleyta og drulla getur verið á yfirborði vega í göngum mælt er með notkun skerma “Ass
saver”
• Möl getur leynst á brúnum vega inn í göngum.
• Það geta verið harðar brúnir og skemmdir í yfirborði vega í göngum.
• Milli vegar og veggja í göngunum er malargrús notuð sem getur verið laus og beitt, forðist því
að lenda út fyrir veg.
• Kalt getur verið í göngunum og mismunur á lofthita inni og úti verulegur og móða myndast á
gleraugum.

 

Hópar sem verða ræstir út:

  • 17:00 Ræs UCI Elite karlar
  • 17:02 Ræs UCI Elite konur
  • 17:04 Ræs UCI Junior drengir
  • 17:06 Ræs UCI Junior stúlkur
  • 17:10 Ræs almenninghluti karla og kvenna

Önnur dagskrá um helgina:

 

  • 28. júlí – Föstudagur – 4-ra ganga mótið 
  • 29. júlí – Laugardagur – Sumarfagnaður Enduro Iceland og HFA
  • 30. júlí – Sunnudagur – Barna Criterium (5-7 og 8-14 ára)
  • 30. júlí – Sunnudagur – Barna Townhill (8-14 ára, við Samkomuhúsið á Akureyri)    
  • 30. júlí – Sunnudagur – Sparkhjólamót (við Samkomuhúsið á Akureyri)