Tryggingarmiðlunar Íslands ehf. hafa ráðið í fjögur ný störf í Hrísey nú um mánaðarmótin. Munar umtalsvert um þessa fjölgun starfa í ekki stærra samfélagi. Störfin felast í því að hringja út og bjóða heimsókn ráðgjafa í tryggingarmálum. Þessi störf verða til í beinu framhaldi af vinnu áhugahóps um framtíð Hríseyjar en hópurinn hefur starfað frá því í ágúst í fyrra og stóð fyrir málþingi um framtíð Hríseyjar og síðan íbúafundi í vetur þar sem kynntar voru niðurstöður málþings.

Fyrirtækið hefur höfuðstöðvar í Kópavogi en með ráðningu starfsmannanna í Hrísey en með nútímatækni er lítið mál er að vinna hvar sem er á landinu í dag við störf af þessu tagi.

Líklegt er að fleiri verði ráðnir til starfa í Hrísey og geta áhugasamir haft samband við Ingimar Ragnarsson í síma 867 5655 en hann hefur yfirumsjón með verkefninu. Vinnutíminn er sveigjanlegur en úthringiverið verður opið frá kl 10.00–22.00. Starfstöðin er í Hlein en þar er Stefna hugbúnaðarhús einnig til húsa.

SONY DSC

Heimild: Akureyri.is