Fjögur atriði í undankeppni söngkeppni framhaldsskólanna í MTR

Ronja Helgadóttir sigraði undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Menntaskólanum á Tröllaskaga í vikunni. Hún verður því keppandi MTR í aðalkeppninni sem verður á Húsavík, sunnudaginn 3. apríl n.k. Hljómsveitin Ástarpungarnir úr MTR sigruðu keppnina 2020 svo það er mikil eftirvænting hvernig Ronju gengur fyrir hönd skólans.

Fjögur atriði kepptu í undankeppninni í skólanum. Magnús Valdimar flutti frumsamið lag, Ólavía Steinunn söng lagið Say Something, Kristín Lára söng lagið Impossible og Ronja söng lagið Unfaithful eftir Rihönnu og sigraði. Þá var óvænt skemmtiatriði þar sem Kristinn Gígjar var með uppistand og sagði sögur af sjálfum sér við mjög góðar undirtektir.

Dómnefnd skipuðu Tryggvi Þorvaldsson, sem voru í sigurliðinu 2020, Lárus Ingi Baldursson varaformaður nemendafélagsins og kennararnir Lísebet Hauksdóttir, Guðbjörn Hólm og Þórarinn Hannesson.

Frá þessu var fyrst greint á vef skólans, mtr.is.

Myndir:MTR /GK