Göngur og réttir í Fjallabyggð árið 2022 hefjast núna á föstudaginn í Siglufjarðarrétt og standa yfir helgina. Á sunnudag verða réttir í Héðinsfjarðarrétt.

Dagsetningar:

  • Siglufjarðarrétt í Siglufirði: Föstudaginn 9. september og laugardaginn 10. september.
  • Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði:  Sunnudaginn 11. september.
  • Ósbrekkurétt í Ólafsfirði: Föstudaginn 16. september og laugardaginn 17. september.
  • Reykjarétt í Ólafsfirði: Föstudaginn 30. september.

Rétt er að vekja athygli á því að dagsetningar gætu breyst ef veðurfar leyfir ekki fjárrekstur.