Fjárrétt uppsett á gamla flugvellinum á Ólafsfirði

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt stöðuleyfi til bráðabirgða fyrir fjárrétt á gamla flugvellinum í Ólafsfirði nú í haust.

Guðmundur Garðarsson f.h. Hobbýfjárbænda óskaði eftir því að fá að setja upp til prufu fjárrétt með það í huga, að ef vel takist til verði sótt um að fá að setja upp varanlega fjárrétt.