Sunnudaginn 7. október kl. 14:00 verður fjáröflunarbingó á Verbúðinni 66 í Hrísey. Það er nemendaráð Hríseyjarskóla sem stendur fyrir bingóinu en vorið 2019 verður farið í skólaferðalag erlendis með þrjá elstu árgangana í Hríseyjarskóla eins og hefð er fyrir í skólanum.
Veglegir vinningar í boði. Til sölu léttar veitingar og nammi.
Allir velkomnir.