Fjárlagafössari í Þjóðlagasetrinu

Föstudagskvöldið 29. júní klukkan 20:00 í Bjarnastofu Þjóðlagasetursins á Siglufirði verður haldið uppá 26. fössara ársins með Fjárlögum, fjallasöngvum, rímnakveðskap, langspilsslætti, harmonikku- og fiðluleik. Sveinn Dúa Hjörleifsson tenór við Leipzig óperuna í Þýskalandi og Ave Kara Sillaots organisti Ólafsfjarðarkirkju eru gestalistamenn Þjóðlagasetursins þessa vikuna. Þau munu ásamt Eyjólfi Eyjólfssyni flytja góðkunn lög úr söngvasafni Sigfúsar Einarssonar og Halldórs Jónassonar auk þekktra íslenskra einsöngslaga. Einnig mun írski fiðluleikarinn Susan Hughes flytja nokkur þjóðlög frá heimalandi sínu og félagar úr Kvæðamannafélaginu Rímu kveða og syngja tvísöngva. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!