Fjarkennsla alla vikuna í MTR

Í ljósi aðstæðna, fjölda Covid smita og slæmrar veðurspár, verður fjarkennt í dagskóla þessa viku í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Nemendur og kennarar verða heima en mæta til kennslu og náms í fjarkennslustofu samkvæmt stundaskrá. Kennarar setja upp tengil á fjarkennslustofu sem er aðgengilegur fyrir nemendur í hverjum áfanga inni á Moodle. Nemendur skrá sig einnig í vinnutíma að heiman.

Frá þessu var greint á vef mtr.is.