Fjárhagsáætlun Fjallabyggðar 2017 samþykkt

Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Fjallabyggðar fyrir árið 2017 var samþykkt á bæjarstjórnarfundi 18. nóvember 2016. Helstu niðurstöðutölur áætlunarinnar eru:

⦁ Útsvarsprósenta er 14,48% og álagningarprósenta fasteignagjalda er óbreytt á milli ára.
⦁ Skatttekjur ársins 2017 eru áætlaðar 1.178 m.kr., en útkomuspá ársins 2016 er 1.167 m.kr.
⦁ Heildartekjur 2017 verða 2.254 m.kr., en eru áætlaðar 2.225 m.kr. í útkomuspá 2016.
⦁ Gjöld ársins 2017 eru áætluð 2.053 m.kr., en eru 2.084 m.kr. fyrir árið 2016.
⦁ Áætluð rekstrarstaða ársins 2017 er jákvæð um 177 m.kr.
⦁ Heildareignir sveitarfélagsins eru áætlaðar 4.440 m.kr. og eigið fé er 2.658 m.kr. eða 60% eiginfjárhlutfall.
⦁ Skuldir og skuldbindingar hækka aðeins á milli ára, sem eru tilkomnar vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga og eru áætlaðar 1.782 m.kr. Skuldaviðmið bæjarsjóðs er áætlað 67% fyrir 2017.
⦁ Vaxtaberandi skuldir eru 479 m.kr. og eru óbreyttar á milli ára, en voru 536 m.kr. árið 2015.
⦁ Veltufé frá rekstri er áætlað tæplega 400 m.kr., sem er tæplega 18% og framlegðarhlutfall er ríflega 15%.

⦁ Framkvæmt verður fyrir 321 m.kr. ásamt stækkun MTR, sem er sameiginlegt verkefni Fjallabyggðar, sveitarfélaga á Eyjafjarðarsvæðinu og ríkisins.
Helstu framkvæmdir eru:
a) Skólar og leikskólar 62.0 m.kr.
b) Yfirlagnir malbiks og götur 63.0 m.kr.
c) Holræsakerfi 105.0 m.kr.
d) Bæjarbryggja 35.0 m.kr.
e) Viðbygging MTR 80.0 m.kr.

Rekstur bæjarfélagsins Fjallabyggðar er mjög traustur, þrátt fyrir lægri skatttekjur en á árinu á undan, sem orsakast af lægra fiskverði og þarf af leiðandi lægri tekjum hafnarsjóðs og sjómanna. Þá hafa sveitarfélög þurft að taka á sig miklar launahækkanir frá árinu 2015.