Fjarðarhjólið verður haldið í dag á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar, laugardaginn 2. september á Ólafsfirði. Boðið er upp á rafhjólakeppni í krefjandi braut auk þess sem í boði er skemmtihjól sem allir geta tekið þátt í óháð hvernig hjól eru notuð. Ræst verður frá tjaldsvæðinu í Ólafsfirði kl. 11:00. Alls eru 53 skráðir í mótið, 24 í 18 km skemmtihjól, 13 í 10 km rafhjól og 16 í 30 km rafhjól.
Flott umgjörð, tónlist, drykkjarstöð, tvö viðgerðarsvæði, veitingar eftir keppni, úrdráttarverðlaun og allir fá þátttökuverðlaun.
Íbúar hvattir til að mæta og fylgjast með.
Vegalengdir í Fjarðarhjólinu:
30 km, (3x10km) RAFHJÓL, karlar og konur 17 ára og eldri.
10 km, RAFHJÓL, karlar og konur, 13 ára og eldri.
18km, skemmtihjól fyrir alla, hjólað kringum Ólafsfjarðarvatn