Fjarðarhjólið verður haldið laugardaginn 2. september í Ólafsfirði á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar. Boðið er upp á rafhjólakeppni í krefjandi braut auk þess sem í boði er skemmtihjól sem allir geta tekið þátt í óháð hvernig hjól eru notuð. Opið er fyrir skráningu núna.
Flott umgjörð, tónlist, drykkjarstöð í braut, tvö viðgerðarsvæði, veitingar eftir keppni, úrdráttarverðlaun og allir fá þátttöku verðlaun.
Vegalengdir í Fjarðarhjólinu:
30 km, RAFHJÓL, karlar og konur 17 ára og eldri, 6.900 kr. hækkar í 10.000 kr. 31.ágúst.
10 km, RAFHJÓL, karlar og konur, 13 ára og eldri,  4.900 kr. hækkar í 7.500 kr. 31.ágúst.
18km, skemmtihjól fyrir alla, hjólað kringum Ólafsfjarðarvatn, 3.500 kr. hækkar í 5.000 kr. 31.ágústDrög að dagskrá:

8-10:30 Afhending mótsgagna (staðsetning nánar auglýst síðar)
11:00  Rafhjólaflokkur ræstur 10km og 30 km
11:00  Skemmtihjól 18km