Fjarðargangan var á Ólafsfirði í dag

Í dag var stór keppnisdagur í skíðagöngu á Ólafsfirði. Unglingar 13-16 ára hófu keppni kl. 11:00 þar sem gengið var með hefðbundinni aðferð og kl. 13:00 hófst svo Fjarðargangan þar sem gengnir voru 3,5 km; 6 km og 20 km. Þátttakendur í Fjarðargöngunni voru rúmlega 40 og tókst mótahald vel í dag. Fjarðargangan var einnig Bikarmót hjá 20 ára og eldri körlum og 17 ára og eldri konum. Þetta kemur fram á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar, www.skiol.fjallabyggd.is

Úrslit úr bikarmótinu má nálgast hér. Úrslit úr Fjarðargöngu má nálgast hér.