Fjarðargangan um næstu helgi í Ólafsfirði
Fjarðargangan fer fram á Ólafsfirði 10.-11. febrúar 2023. Mótshaldarar eru ótrúlega spenntir að taka á móti keppendum en að sama skapi blasir við stórt verkefni næstu daga, þ.e. að koma snjó í brautarstæðið. Gert er ráð fyrir að brautin verði eins og á síðasta ári eða að stórum hluta um götur í Ólafsfirði í Fjallabyggð. Nætur Fjarðargangan er á föstudagskvöld og Fjarðargangan sjálf á laugardag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa 25 skráð sig í næturgönguna í 15 km, 13 í næturgöngu 7,5 km. Þá eru 92 skráðir í 30 km á laugardag, 52 í 15 km og 40 í 3,5/7 km. Alls hafa því 222 skráð sig í mótið í ár, en það gæti bæst í á síðustu dögunum.
Í fyrsta skipti verður sýnt beint frá Fjarðargöngunni á laugardeginum. Útsendingunni verður streymt á facebook síðu Fjarðargöngunnar en það er fyrirtækið Fuel Kött sem sér um útsendinguna.
Dagskrá: (með fyrirvara um breytingar)
Föstudagur
17:00 – 20:30 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík og Everest)
17:00 – 20:30 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
21:00 Nætur Fjarðargangan 2023 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni Verðlaunaafhending strax að keppni lokinni
Laugardagur
08:00 – 14:00 Sölubásar í íþróttahúsi (Ísfell Húsavík og Everest)
08:00 – 10:30 Móttaka keppnisgagna í íþróttahúsinu
08:00 – 11:00 Smurningsaðstaða í íþróttahúsi (ekki smurbekkir)
11:00 Fjarðargangan 2023 ræst
Kjötsúpa / grænmetissúpa strax að keppni lokinni
15:00 Kaffisamsæti og verðlaunaafhending í Tjarnarborg
Verðlaunað er í eftirfarandi aldursflokkum:
30 km: 17-34 ára, 35-49 ára, 50-59 ára, 60-69 ára og 70 ára og eldri, kvenna og karla.
15 km: þrjú efstu sæti kvenna og karla
Úrdráttarverðlaun verða dregin út í kaffisamsætinu kl 15:00