Fjarðargangan og bikarmót í Ólafsfirði

Bikarmót SKÍ og Fjarðargangan verða haldin á Ólafsfirði 27.-29. janúar næstkomandi. Fjarðarganga fer fram laugardaginn 28.janúar og er stefnt að því að breyta til með brautarlagningu og hafa brautina betur sniðna fyrir trimmara og byrjendur heldur en þaulreynda skíðamenn. Ef allt gengur upp verður því gengið meðfram Ólafsfjarðarvatni. Sprettganga verður föstudaginn 27. janúar.  Aðstæður á Ólafsfirði eru ekki góðar eins og staðan er í dag, en vonandi fer að bæta í snjóinn.  Nánari dagskrá má finna hjá Skíðafélagi Ólafsfjarðar.

Skíðasvæðið í Ólafsfirði
Skíðasvæðið í Ólafsfirði