Eftir viku fer fram hin vinsæla Fjarðarganga í Ólafsfirði. Allt stefnir í að uppselt verði í gönguna en nú þegar hafa 122 skráð sig til leiks, en aðeins er hægt að skrá 150 manns til leiks.
Í kvöld verða dregnir út frábærir vinningar úr skráningu í 15km og 30 km.
Leiðir:
- 30 km fyrir 17 ára og eldri, skráningargjald 7.000 kr. til og með 2.febrúar, eftir það
hækkar skráningargjald í 10.000 kr. Skráningu líkur 7. febrúar kl. 21:00.
Allir sem taka þátt í 30 km fá veglegan verðlaunapening og halda númeri sínu til
minningar. - 15 km fyrir 12 ára og eldri, skráningargjald 4.000 kr. til og með 2.febrúar, eftir það
hækkar skráningargjald í 6.000 kr. Allir sem taka þátt í 15 km fá verðlaunapening. - 5 km ekkert aldurstakmark, skráningargjald 1.000 kr, engin tímamörk á skráningu,
allir þátttakendur fá verðlaunapening.
Drög að dagskrá 8.-9. febrúar 2019
Föstudaginn 8. febrúar: Afhending gagna og brautarlýsing.
Laugardag 9.febrúar Fjarðargangan kl. 11:00 allir flokkar.
Veisla í Tjarnarborg, verðlaun, útdráttarverðlaun, glæsilegt veislukaffi, kl 16:00.
Lokahóf Fjarðargöngunnar kl. 20:00 Matur, fjöldasöngur, skemmtiatriði, sveitaball!
Verð 6.900 á mann Ferðir milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar gegn gjaldi.
Nánari upplýsingar og miðapantanir: lea@northexperience.is