Fjarðargangan í Ólafsfirði

Fjarðargangan í Ólafsfirði er ein af sex almenningsgöngum í Íslandsgöngunni. Í ár verður gangan haldin á nýjum stað og verður brautarlögnin sérstaklega hugsuð fyrir hinn almenna skíðagöngumann. Gangan fer fram laugardaginn 24. febrúar kl. 12:00.

Vegalengdir í boði:

  • 20 km aldursflokkar skv. reglum Íslandsgöngunnar, kr. 5.000
  • 10 km dömur og herrar, kr. 3.000
  • 5 km dömur og herrar, kr. 3.000
  • 2 km krílaflokkur kr. 1.000

Eftir kl. 18:00 föstudaginn 23.febrúar hækkar skráningargjaldið í 20km í kr 7.000
Verðlaunaafhending og kökuhlaðborð að keppni lokinni.
Skráning á skiol@simnet.is.

Íslandsgangan

Fyrsta móti Íslandsgöngunnar er lokið en Hermannsgangan fór fram í Kjarnaskógi við Akureyri laugardaginn 3. febrúar. Til stóð að halda gönguna í Hlíðarfjalli en sökum veðurs var gangan færð í Kjarnaskóg. Aðstæður til keppni voru góðar og var keppt í 4km, 8km og 24km hefðbundum göngum í fallegu umhverfi.

Næstu keppnir:

  • 10.-11. mars – Strandagangan – Hólmavík
  • 17.-18. mars – Bláfjallagangan – Reykjavík – nánar hér (Frestað vegna veðurs 10.-11. febrúar)
  • 14.-15. apríl – Orkugangan – Húsavík
  • 26.-28. apríl – Fossavatnsgangan – Ísafjörður