Fjarðargangan hefst á hádegi í dag í Ólafsfirði

Fjarðargangan fer fram í Ólafsfirði í dag kl. 12:00, Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur staðfest það nú í morgun.  Keppnin fer fram á golfvelli Golfklúbbs Fjallabyggðar í Skeggjabrekkudal. Þar verður hægt að komast inn í golfskálann. Kaffisamsæti, happdrætti og verðlaunaafhending verður í skíðaskála Skíðafélags Ólafsfjarðar við Tindaöxl að keppni lokinni.

Vegalengdir í boði:
20 km aldursflokkar skv. reglum Íslandsgöngunnar, kr. 5.000 ***
10 km dömur og herrar, kr 3.000
5 km dömur og herrar, kr 3.000
2 km krílaflokkur kr 1.000