Nú hefur mótstjórn ákveðið að Fjarðargangan 2021 verði rafræn.  Ekki er hægt að draga lengur að taka ákvörðun um hvernig þetta verður og beðið í þeirri von að einhverjar tilslakanir verði á reglum er varðar samkomutakmarkanir.
Rafræna gangan fer þannig fram að hægt er að ganga sína vegalengd hvar sem er. Eina sem þú þarft að gera er að senda staðfestingu frá Strava, Garmin, Sport Tracker eða sambærilegu forriti um að þú hafir lokið þinni vegalengd samkvæmt skráningu. Þar með hefur þú lokið Fjarðargöngunni 2021, færð stimpil í Íslandsgöngu vegabréfið og gætir dottið í lukkupottinn með útdráttarverðlaun.
Fólk hefur leyfi til að velja tvo daga til að ganga sína göngu, bæði laugardaginn 13.febrúar og sunnudaginn 14.febrúar.
Fjarðargöngubrautin verður klár í Ólafsfirði fyrir þá sem vilja ganga þar og getur fólk þá komið á eigin forsendum og gengið.
Nánari upplýsingar er að finna í fréttatilkynningu á heimasíðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.