Fjarðargangan er í dag

Fjarðargangan er í dag í Ólafsfirði og hefst hún kl. 11:00. Um 150 keppendur taka þátt og var uppselt í gönguna. Íbúar eru hvattir til að mæta og styðja við keppendur. Klukkan 16:00 verður kaffisamsæti og verðlaunaafhending í menningarhúsinu Tjarnarborg.

Dagskrá í dag:

08:00 Smurningsaðstaða opnar í Íþróttahúsinu
08:00-10:30 Afhending númera í Íþróttahúsinu. Mikilvægt að mæta snemma!
10:00 Fundur með keppendum í smurningsaðstöðu
11:00 Start
16:00 Kaffisamsæti og verðlaunaafhending fyrir keppendur og starfsmenn í Tjarnarborg