Fjarðargangan 2021 í undirbúningi

Nú styttist í að opnað verði fyrir skráningu í Fjarðargönguna sem fram fer í Ólafsfirði í febrúar á næsta ári. Dagsetningin og skráningardagurinn liggur ekki fyrir á þessari stundu en verður auglýst þegar nær dregur.
Árið 2021 verður grænt í Fjarðargöngunni, viðurkenningarpeningurinn glæsilegur eins og logoið og númerin með grænu ívafi.
Ef covid19 verður enn í febrúar þá verður endurgreitt 50% af keppnisgjaldinu, falli keppnin niður. Ef fjöldatakmarkanir verða t.d. miðaðar við 100 manns þá munu 100 fyrstu sem skrá sig í hverja vegalegd sitja fyrir.